Áhyggjulaus undirbúningur

Þjónusta

Ég er hér til að aðstoða þig. Mitt markmið er að þið munið ekki aðeins eiga ógleymanlegan töfrandi brúðkaupsdag heldur að þið njótið þess líka að undirbúa þennan hápunkt í lífi ykkar án allra áhyggja. Ég býð upp á aðstoð við skipulag, undirbúning og kem að hugmyndavinnu óskið þið þess. Hvort sem þið leitið eftir klassísku yfirbragði eða ævintýranlegri stemningu, þá get ég lagt mitt að mörkum svo að ykkar draumabrúðkaup verði að veruleika.

​Ég býð líka upp á heimasíðugerð og stuðningspakka fyrir DIY týpurnar sem hafa gaman að því að skipuleggja veislur en gætu þegið smá stuðning. 

vintage%20decorative%20background_edited
1/4
vintage%20decorative%20background_edited

Fróðleikur

​Ég veit það fyrir víst að þegar ákvörðunin er tekin um að halda brúðkaup þá vakna milljón spurningar og vangaveltur um allt á milli himins og jarðar. Mig langar að reyna að svara þeim bæði með aðstoð frá fagfólki sem kemur að þessum tímamótum í lífi fólks og eins út frá minni reynslu. Það geri ég í gegnum bloggið og hlaðvarpið á þessari síðu. 

Endilega skoðaðu þig um og svo er velkomið að senda mér email eða skilaboð í gegnum facebook síðuna Töfrandi brúðkaup ef þú ert með uppbyggjandi ábendingar eða skemmtilegar hugmyndir.

vintage%20decorative%20background_edited

Nýjustu færslurnar