Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í viðburðarhaldi...

...ég er það!

 

Þjónustuleið 1

Ertu DIY típan og viltu gera þetta sjálf(ur) en gætir kannski þegið smá aðstoð? Hér getur þú fengið gögn sem styðja við þitt skipulag eins og tjekklista, tímalínu, aðgengilegt eyðublað fyrir kostnaðaráætlun, sætaskipulagsplagg og gagnlega punkta sem hjálpa þér að búa til töfrandi brúðkaup. 

Verð kr. 18.900.- m.vsk.

Wedding Table
Newly Weds

Þjónustuleið 2

Hér getur þú fengið gögn sem styðja við þitt skipulag eins og tjekklista, tímalínu, aðgengilegt eyðublað fyrir kostnaðaráætlun, sætaskipulagsplagg og gagnlega punkta sem hjálpa þér að búa til töfrandi brúðkaup.

Auk þess útbý ég persónulega heimasíðu með þeim upplýsingum sem þið viljið koma á framfæri og RSVP sem hjálpar ykkur að halda utan um skráningu gesta og setur tóninn fyrir ykkar dag.

Verð kr. 85.000.- m. vsk

Þjónustuleið 3

Hér býðst ykkur persónuleg þjónusta og utanumhald í aðdraganda stóra dagsins. Ég tek þátt í hugmyndavinnu óskið þið þess, leiði ykkur í gegnum undirbúningsferlið og sinni flest öllum verkefnum sem þið vijið setja í mínar hendur. Auk þess bý ég til persónulega heimasíðu með RSVP sem hjálpar til við að halda utan um skráningu gesta. Athugið að hér er EKKI innifalin uppsetning og utanumhald á brúkaupsdaginn.

Sendu mér póst og fáðu tilboð

hallo@tofrandibrudkaup.is

Þjónustuleið 4

Má bjóða þér persónulega þjónusta frá upphafspunkti skipulags og þar til ykkar töfrandi brúðkaup er yfirstaðið?

Ég tek þátt í hugmyndavinnu óskið þið þess, leiði ykkur í gegnum undirbúningsferlið og sinni flest öllum verkefnum sem þið vijið setja í mínar hendur. Auk þess bý ég til persónulega heimasíðu með RSVP sem hjálpar til við að halda utan um skráningu gesta. Ég stýri uppsetningu á salnum og skipulagi í veislunni.

Sendu mér póst og fáðu tilboð

hallo@tofrandibrudkaup.is

37953404_10215294199340517_8507209476019

Hver er ég?

Allt múlig konan Ása Berglind, sem elskar að fást við ólík verkefni með ólíku fólki. Ég er núverandi mastersnemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og fyrrum nemandi í Listaháskóla Íslands þar sem ég fór í gegnum BA nám í mennt og miðlun og MA nám í listkennslu. 

​Ég hef starfað sem umboðsmaður tónlistarfólks frá árinu 2012 og haldið fjölmarga viðburði vítt og breytt um landið. Þá var ég markaðs- og verkefnastjóri í Gamla bíó fyrstu tvö árin eftir að það gamla og fallega hús var gert upp. Ég sá um bæjarhátíðina Hamingjan við hafið 2019 sem stóð yfir í vikutíma og hef unnið fjöldann allan af fleiri verkefnum. Þar fyrir utan á ég þrjú dásamleg börn og mann sem gera alla daga betri. 

Smáatriðin gera góða

veislu enn betri

Ég elska að halda veislur og að leggja mig fram við að veislugestum líði sem best. Þar skipta smáatriðin miklu máli og að hugsað sé fyrir öllu. Mikilvægt er að gestgjafanum líði vel, sé afslappaður og geti notið augnabliksins án allra áhyggja. Með góðum undirbúning er það hægt. Bæði að huga vel að öllum smáatriðum og búa til afslappaða og fallega stemningu sem endurspeglar ykkur brúðhjónin. 

Umsagnir samstarfsaðila

 
 

Jónas Sig

,,Við Ása Berglind höfum unnið saman síðan 2012 og hefur hún séð um skipulag og framkvæmd óteljandi viðburða sem við höfum tekið að okkur eða haldið sjálf á þessu tímabili. Ég hef alltaf dáðst að einstökum eiginleikum Ásu til að keyra áfram flókið skipulag með bros á vör. Hún er einstaklega úrræðagóð og dugleg að keyra hlutina áfram með gleði í hjarta og án leiðinda. Það finnst mér alveg ómetanlegur eiginleiki. Ég get ekki hugsað mér neinn betri í hinni víðu veröld til að skipuleggja gott partý þannig að allt gangi upp og allir fari heim með bros á vör!"

80845773_2703336029705724_15749829500327

Magga Stína

_SAJ8963.jpg

Magnús Þór

,,Ég  hélt 70 ára afmælistónleika í Háskólbíói árið 2018 ásamt fjölda vina og var svo einstaklega lánsamur að Ása Berglind bauðst til að sjá um framkvæmd verkþátta sem fólust í að finna rétt fólk í alla þætti sem gerðu þessa tónleika að ævintýri sem ég fékk að vera með í. Allt gekk snurðulaust upp og ég hef aldrei upplifað álíka umhyggju og aðhald sem tónlistarmaður og verð Ásu ávalt þakklátur fyrir. Viðlíka fagmennsku er ekki auðvelt að finna hvað varðar hárréttar tímasetningar, kynningar og alla framkvæmd við samstyllingu og upplýsingaflæði.

Takk fyrir mig kæra vinkona

Magnús þór Sigmundsson

Tónlistarmaður"

,,Ég held því fram fullum fetum að Ása Berglind sé ein sú allrabesta manneskja sem ég hef unnið með að skipulagningu tónleika fyrr og síðar.

Tónleika sem haldnir voru í Eldborg í febrúar síðastliðnum þar sem sungið og leikið var fyrir troðfullum sal, eða 1600 manns. 

​Þótt ég hefði, fyrir eigin mistök, kallað hana til þegar vinnan var þegar hafin við skipulagningu, var það með hreinum ólíkindum hve fljótt hún áttaði sig á stærð og umfangi verkefnisins og öllum þeim ólíku en nauðsynlegu verkþáttum sem það kallaði á. 

Það að setja sig inn í alla skipulagshluta þess að halda jafnstóran viðburð og þennan er ekki öllum gefið.

Að vega og meta mikilvægi jafnólíkra þátta og fjármálaútreikninga, samningaviðræðna við ólíka hópa sem að verkefninu kom, halda á kynningarmálum og taka þátt í hugmyndavinnu eða listrænni útfærslu á sviðsmynd svo eitthvað sé nefnt. 

Sem sagt, hvort sem um var að ræða fagurfræðilega eða hagnýta hluta þessa tónlistarviðburðar, þá hlúði hún að öllum þeim þáttum með sínum ljúfmannlega, einstaka og persónulega hætti. 

Samvinna er henni eins og í blóð borin. Þannig og aðeins þannig er hægt að "gera draum að veruleika" og Ása Berglind veit það. 

Takk fyrir dásamlegt ævintýri elsku hjartans Ása og mikið hlakka ég til næsta verkefnis með þér! 
Þín Magga Stína
"