• Töfrandi brúðkaup

Þetta má bara ekki klikka

Updated: Apr 24, 2020Eitt af mikilvægustu atriðunum þegar kemur að undirbúning fyrir veisluhöld er að ganga úr skugga um að hljóð muni berast skýrt og greinilega til allra gesta. Það á bæði við um tónlistaratriðin og auðvitað ræðurnar. Þá er rétt að þið fáið að vita það núna ef þið vissuð það ekki nú þegar, að hljóðkerfi er alls ekki það sama og hljóðkerfi!

Það er mjög algengt að í veislusölum sé hljóðkerfi sem henta fyrir fundahöld og ef til vill ræður en ganga sjaldnast upp fyrir tónlistaratriði og DJ-a. Þannig að ef þið hafið ekki sjálf þekkingu á hljóðkerfum, í guðs bænum fáið þá einhvern með ykkur sem veit meira um málið, hljóðmann ef þið viljið vera alveg viss.


Svo getur vel verið að það sé ágætis hljóðkerfi á staðnum en vantar ef til vill míkrófóna, snúrur, magnara og annað sem fer auðvitað eftir eðli skemmtiatriða.

Það eru til fjölmargar sögur af tónlistarfólki og skemmtikröftum sem fengu þau skilaboð að allt væri á staðnum og þau þyrftu ekki að koma með hljóðkerfi en svo var aldeilis ekki þegar á hólminn var komið. Sumt tónlistarfólk og skemmtikraftar koma með eigin græjur, en það verður að vera alveg á hreinu á milli ykkar í aðdragandanum. Ef þið viljið vera viss um að skemmtiatriðin sem búið er að leggja heilmikla vinnu í og flutningur tónlistarfólksins sem þið eruð mögulega að greiða talsverðan pening fyrir skili sér og allir muni njóta þeirra þá verður þetta að vera í lagi.


Ég mæli eindregið með því að þið ráðfærið ykkur við hljóðkerfaleigur ef þið eruð óviss. Þar fáið þið góða þjónustu og getið einnig ráðið hljóðmann ef þið viljið hafa þetta 110%.

Á þjónustusíðunni getið þið séð úrval af hljóðkerfaleigum.


126 views0 comments