• Töfrandi brúðkaup

Blóm, blóm og aftur blómBlóm eru ólík og misjafnt hversu stórt hlutverk þau leika í brúðkaupum en þau má til dæmis nota til að skreyta salinn hátt og lágt, skreyta kirkju, kökuna og svo er það auðvitað brúðarvöndurinn, blóm í hnappagat fyrir herrann og jafnvel blóm í hárið svo eitthvað sé nefnt.


Listafólk sem vinnur með blóm er eðlilega með ólíka stíla og verðskrá og því getur verið sniðugt að gefa sér góðan tíma til að leita til ólíkra aðila í undirbúnningsferlinu og skoða hvað þeir hafa upp á að bjóða er varðar þjónustu, stíl og verð.
Mig langar að deila með ykkur lista af punktum sem geta komið að góðum notum þegar kemur að þessum hluta af undirbúningsferlinu.


  1. Hvað sjáið þið fyrir ykkur að nota mikinn pening til að kaupa blóm og viðeigandi þjónustu?

  2. Hvaða árstíð er? Það getur verið gott að hugsa út í það meðal annars með tilliti til þess hvaða blóm eru í "season".

  3. Hvaða stíl langar ykkur að fanga með blómunum og hvar viljið þið hafa þau?

  4. Getur blómasalinn fangað þær hugmyndir fyrir þá upphæð sem þið sjáið fyrir ykkur? Ef ekki þá gæti verið ráð að fá blómasalann til að koma með sínar hugmyndir út frá ykkar stíl. Það er líka í sjálfsagt að vera ekki með fastmótaðar hugmyndir og biðja fagmanneskjuna um að deila með ykkur myndum frá fyrri verkefnum og hjálpa til við hugmyndavinnu. Um að gera að spyrja hvort viðkomandi hafi ef til vill skreytt salinn/kirkjuna sem þið eruð með áður og hvort að hún/hann hafi einhverjar tillögur út frá þeirri reynslu.

  5. Eru vasar og annað sem þarf fyrir blómin innifalið? Ef ekki, getur blómaskreytir útvegað og hvað kostar það?

  6. Þurfið þið að nálgast blómin eða verða þau send á staðin, kostar það auka?

  7. Mun blómaskreytir sjá sjálfur um að stilla upp blómum á viðeigandi staði eða sjáið þið um það?

  8. Hvernig er með greiðslur? Á að borga tryggingu og hvenær þarf að vera búið að greiða allt?

  9. Hvernig er með skil á lánsvösum og öðru sem þarf mögulega að skila aftur til blómasalans, hvenær þarf það að vera komið?

  10. Það gæti verið gott að hafa það samantekið skriflegt hvað var ákveðið og hvernig, svo allir séu á sömu blaðsíðunni.


Í yfirliti yfir þjónustuaðila má sjá nokkrar af þeim blómabúðum og sjálstæðum blómaskreyturum sem hafa góða reynslu af því að sjá um blóm í brúðkaupum.

Inn á Pinterest síðunni minni má meðal annars sjá nokkrar töfrandi útfærslur á blómaskreytingum í brúðkaupum.

167 views0 comments