• Töfrandi brúðkaup

Salka Sól segir sína brúðkaupssögu í fyrsta þætti hlaðvarpsins

Updated: May 5, 2020Salka Sól og Arnar giftu sig í lok júlí 2019 á Þóristöðum í Hvalfirði umvafinn vinum sínum og ættingjum. Í fyrsta þætti Töfrandi brúðkaupshlaðvarpsins segir hún svo skemmtilega frá öllum undirbúningnum og brúðkaupsdeginum ásamt því að deila með hlustendum mikilvægum atriðum sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að undirbúa brúðkaup.


Salka var í sérhönnuðum kjól frá Eyrúnu Birnu.

Í þættinum lýsir Salka því hvernig hún upplifði alveg nýja tilfinningu þegar hún gekk niður gólfið með pabba sínum.

Þá segir hún einnig frá augnablikinu þegar þau tilkynntu kynið á barni þeirra á ótrúlega skemmtilegan hátt, en Salka var um það bil hálfnuð með meðgönguna á brúðkaupsdeginum þeirra.


Eins og myndirnar sýna var dagurinn allur fullur af töfrum, ást og hamingju og óska ég Sölku Sól og Arnari innilega til hamingju.

Ljósmyndirnar tók Eygló Gísla

Einnig er hægt að hlusta á Töfrandi brúðkaupshlaðvarpið á Spotify

413 views0 comments