• Töfrandi brúðkaup

Viltu læra að baka þína eigin brúðarköku?

Updated: May 5, 2020


Ég elska að stússast í eldhúsinu, hvort sem er að baka eða elda góðan mat. Þegar kemur að brúðartertunni þá er ég mjög tvístígandi með það hvort ég eigi að fá einhvern til að baka hana fyrir okkur eða bara hreinlega gera það sjálf. Ég hef reyndar aldrei sett saman köku á hæðum, búið til "drip" eða "naked cake" eða guð má vita hvað þetta kallast nú allt saman, en kaka er jú bara alltaf kaka svo ég hugsaði með mér í einhverju mikilmennskubrjálæðiskastinu: ,,Hversu flókið getur þetta verið?"


Þá er rökrétt næsta skref að fara á youtube. Þar fann ég alveg frábæran kennara sem kennir bæði það að setja saman brúðarköku, hvaða svampbotna uppskrift og hvaða krem er best og svo framvegis. Hún kennir meira að segja handtökin við það að skreyta brúðarköku með lifandi blómum.


Nú þegar ég er búin að hámhorfa á næstum því öll myndbönd á youtube rásinni hennar finnst mér ég geta rúllað þessu upp, er reyndar ekki búin að prófa, en það er seinna tíma vandamál. Núna er planið að gera þetta sjálf þegar að þessu kemur, en giftingin átti að vera 27. júní 2020 en þökk sé COVID þá erum við í limbói með það hvenær af herlegheitunum verður. En það er jú bara lúxusvandamál að finna út úr því miðað við allt og allt.


Hér í þessu myndbandi getur þú séð hvernig Georgia setur saman þriggja hæða brúðartertu. Ef þú svo skoðar önnur myndbönd á rásinni hennar getur þú einnig séð hvaða uppskrift hún notar í botna og krem, ótal möguleika á því hvernig hægt er að skreyta kökuna og margt annað skemmtilegt.


Ef þú ert meira fyrir að velja öruggari leiðir og panta kökurnar hjá fagaðilum þá getur þú litið á þá aðila sem eru á lista yfir þjónustuaðila þegar kemur að brúðarkökunni.

80 views0 comments